5.6.2007 | 23:55
Heimsókn. Og vísa dagsins. fimmta júní.
Góða kvöldið góðu vinir, gætnir verðum lígt og hinir,
þegar hugan
þarf að hressa ,hræddur verð með ljóð gerð þessa.
Að mér sækir allslags efi,raunar líka rensl' úr nefi, þá minn gerist hugur
gramur. gustar vel og fer að hvessa.
Þannig hljóðar mitt innlegg í dag , Það er einhver árans púki sem er
að angra mig núna ,tek hann bara traustataki og hendi honum á dyr
hef gert það áður, og ekkert meira með það.Ég hef lúmskan grun
um að það sé veðrinu að kenna, með púkann. Er ekki spáin rok og rigning næstu daga?
Jæja ég held að ég fari bara að láta þetta gott heita í dag,
og enda daginn með einni öfugmælavísu.
Oftast nær er álftin brún,
en hann krummi hvítur,
skundar fé um Skeljungs tún
sko hvar blýið flýtur.
Góða nótt, í Guðs friði.
Halli.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 10.6.2007 kl. 23:11 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.