11.8.2007 | 21:41
Síðla kvölds ellefta ágúst.
Litla kaffistofan. Jón Bragi á afmæli í dag..
Í dag er ellefti ágúst bjartur og fagur,brugðum okkur austur í Litlu kaffistofu og fengum okkur kaffi og meðlæti.Ekkert heyrist frá Dolla ennþá,búinn að vera úti í löndun hátt í hálfan mánuð, vonandi lætur hann heyra frá sér á morgun. orðin leiður á þessu drolli í þér Dolli,parketið bíður frammi´á gangi eftir því að komast í gagnið.
Jæja nóg með það,ég leit í blöðin í morgun, fátt um fréttir markverðar nema helst um svo kallaðra hin segin daga samkynhneigðra,uppfull blöðin af myndum og viðtölum.
Enn heldur krónan áfram að falla oghlutabréf,kannski kominn tími á að taka upp aðra mynt?Núna þegar klukkan er rétt byrjuð að halli í tíunda tíman á þessu annars fagra ágúst kvöldi, er glampandi sól og besta veður, Er að hugsa um að bregða mér eitthvað út.,taka myndir eða eitthvað svoddan nokk.
Ljóð dagsins.
- Dósin
.
- Hún var svo döpur dósin
- sem drukkin var í gær,
- hún sá ei lengur ljósin
- leiftrandi og skær.
- Húka í myrkri mátti
- mörkuð dauðans klóm,
- lífsvon enga átti
- af því hún var tóm.
- Hún gæti vímu valdið
- væri hún ennþá full,
- áfengt innihaldið
- Egils sterka gull.
- En burt fór allur andinn
- af er flipinn sprakk,
- og nú er fullur fjandinn
- sem framtíð hennar drakk.
- Höfundur,.Björn G Guðjónsson.
- Góða nótt í guðs friði.
- Halli.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.