13.10.2007 | 18:27
Ný Borgarstjórn, og aðdragandi þess
Góðan og blessaðan daginn það er margt sem á okkur Reykvíkingum hrín þessa dagana.Borgarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fallinn, eftir rösklega hálfs annars árs setu,.Það er búið að ganga á ýmsu í sambandi við kaup og sölu hlutabréfa,í Orkuveitu Reykjavíkur,og mál sem henni eru tengd.Það er oft höggvið stórt og kurlað í smælki en svona gjörningar voru bara alveg hreint út sagt alveg, ótrúlegir: Ný fjögurra flokka stjórn sest að völdum á þriðjudag. og vil ég óska öllum þeim sem að henni stóðu til hamingju og farældar í starfi.Vilhjálmi, vil ég þakka fyrir störf hans sem borgarstjóra,og hans störf í þágu okkar Reykjvikinga. Dagur mun áreiðanlega verða góður borgarstjóri enda með gott lið,vaskra meyja og sveina. Læt ég svo þessum pistli mínum lokið í þetta sinn. Læt vísukorn fljóta með svona í lokinn, líkt og vanalega.
- Ég reyni að rata veginn
- þó rökkrið byrgi sýn,
- ég norpa niðurdreginn
- nóttin við mér gín,
- ég verð því frelsi feginn
- er friðarljósið skín,
- ég geng þá gleðisleginn
- götuna til þín.
- Ég stóð í karga köldum
- á kafi í djúpri for,
- ég hafði af voðans völdum
- vitlaust gengið spor,
- ég reyni á úfnum öldum
- að öðlast styrk og þor
- ég bið á bitrum kvöldum
- um blessun, faðir vor.
- Höfundur. Björn Guðni Guðjónsson.
- Þökk sé þér.
- Göngum hægt um gleðinnar dyr
- Góða nótt í Guðs friði.
- Halli.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.