24.4.2008 | 23:12
Sumardagurinn fyrsti. Alvara lífsins.
Gleðilegt sumar.Er okkar ástsæla og friðsæla borg að verða stórhættuleg. Dagurinn í gær keyrði um þverbak þegar lögregla lét til skarar skriða gegn vöru og fluttningabílstjórum, við bensín stöð Olís Norðlendingaholti. Hver var ástæðan til svo harka legra aðgerða? Voru bílstjórarnir með einhver mótmæli á þessum stað? Sumir voru inn á bensínstöðinni að fá sér í svanginn að mér skilst, aðrir að búast til farar af svæðinu
Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu þegar þetta var.Lögreglu lið mætt á svæðið .Til hvers? Var Var akstur vörubílstjóra deginum áður um Álftanes það sem fyllti mælirinn, ástæðan til þessa harmleiks sem þarna átti sér stað? Átök milli lögreglumanna og bílstjóra með fysjáanlegum afleyðingum áttu ekki að eiga sér stað .Við búum í lýðfrjálsu landi.Dagurinn í dag er búinn að taka sinn toll af uppþoti gærdagsins,þegar bílstjórar mættu á kirkjusand til að ná í bíla sína sem voru færðir þangað í gær,þá ræðst einn úr hópnum að lögregluþjóni og kýlir hann í andlitið og tekur hann síðan haustaki,svona framkoma er vítaverð og á ekki að eiga sér stað. Ja svona er Ísland í dag. Skruppum í Hveragerði eftir hádegi fengum dynjandi rigningu á heiðinni en þegar við komum á Kambabrún var komið besta veður. Fórum í fataverslun staðarins ,þar keypti ég mér ágætis skó fyrir lítinn pening. Þaðan fórum við ánægð en orðin æði kaffi þyrst, áttum við að fara í Eden ,nei það er svo fjandi dýrt sagði ég,er ekki selt kaffi í bakaríinu jú jú förum þangað. Svo er brunað í áttina að bakaríinu þá sjáum við skáta og slatta af öðru fólki fyrir utan skátaheimili staðarins þá kemur í ljós að skátarnir eru með sumardags kaffi og vöfflur til sölu,gott kaffi og yndælis vöfflur.Fórum þrengsla veginn til baka í bæinn..
- Þá er það vísa dagsins.
- Sumar dagsins dásemd er
- drottins gjöfin mesta.
- æskan unga birtu ber
- björgin okkar besta .
- Höf.ÞE.
- Góða nótt..
- Í guðs friði.
- Halli .
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.