3.8.2007 | 00:02
Fagra Veröld ,kvöld í Reykjavík.
Í dag er annar águst mjög fagurt út að líta núna þegar klukkan er langt genginn í ellefu að kvöldi . Blessuð sólin gyllir bæði himin og fjalla hringi Esju Skarðsheiði Akrafjall og sjálfan jökulinn á Snæfelli ,fögur sjón: 'Eg er alveg heillaður.Þeir frændur Svanur og Jón Bragi fóru í dag til Bandaríkjanna og svo þaðan til Trinedad,þar ætla þeir að vera í hálfan annan mánuð hjá Jakob og Sjanu má ekki gleyma litla Jóhanni Ara,sem fagnar þeim frændum sínum ásamt kvuttanum ,ég man ekki hvað hann heitir enda skiptir það svo sem engu máli.Vonandi skemmta þeir sér vel og hafa það örugglega mjög gott.-----------------------.Það eru meiri fréttirnar sem dynja yfir landann svo til á hverjum degi , líkams árásir og morð.algóður Guð styrki aðstandendur þeirra fórnarlamba sem lenda í slíku.----------------------------Við Dísa skruppum í kvöldbíltúr ,fórum austur að Litlu kaffistofunni og Hafra vatns leið og um Mosfellsbæ til baka heim.
- Læt þetta duga af bulli og rausi í dag. Læt ljóð dagsins fljóta með svona af gömlum vana.
- Ljóð Dagsins.
- Draumalönd :,Höf.Björn G Guðnason
- Góður svefn er hvíld frá hvunndagsþrautum
- hvað er betra en flakk um draumalönd,
- þreitt og sljó um vanda títt við tautum
- tilveran er stundum upp á rönd.
- þá er gott að detta í dyngju mjúka
- draga upp að höku fiðursæng,
- burt frá öllu dagsins streði strjúka
- og stökkva upp á draumsins breiða væng.
- Hann oss ber til bjartra vonarstranda
- breytir gráum heimi í paradís
- þeytist um til þúsund draumalanda
- þar til dagsins brún úr hafi rís.
- Ljúfar stundir nætur margir muna
- mörg er hugans perla þangað sótt
- því finnst úfnum heila best að bruna
- beint í draumsins faðm er kemur nótt.
- Ég þakka Birni vini mínum fyrir hanns
- fallegu og mannbætandi ljóð!
- Göngum öll götuna til góðs.
- Góða nótt í Guðs friði
Halli.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.