12.1.2008 | 23:25
Hugleiðingar við áramót, og fl.
Það er orðið æði langt síðan ég bloggaði síðast . Blessuð jólin liðin,og árið 2007 liðið í aldanna skaut
- 2008 tekið við. Vonandi verður árið okkur hagsælt og
- landslíð til blessunar. það hefur verið heldur rysjótt
- tíðin,fór að rigna upp úr miðjum águst á síðasta sumri
- og óhætt að segja að hafi rignt meira og minna með smá hléum alveg fram undir jól,.
Eða var ekki ausandi rigning og rok á gamlárskvöld ég man ekki betur? jæja nóg með veðurfar,vonandi kemur betri tíð með þorra og blessaður þorramaturinn er farinn að sjást í verslunum, en hann er dýr blessaður minn, Ég læt mig hafa það samt fæ mér lundabagga
- sviðasultu og annað súrt góðgæti,það held ég nú. Samningar lausir
- um áramót, stefnir trúlega í langt samningaþóf. Hvar er minn stjórnarflokkur, Samfylkinginn . Ætla ráðherrar hennar að hunsa
- óskir verkalýðs og þeirra sem minna meiga sín í okkar annars góða
- samfélagi, vonandi ekki. Ég skora á Ríkissjjórnina að koma til móts
- við óskir láglaunafólks í landinu, þá mun henni vel farnast.
- Læt þetta duga í dag.
- Vísukorn læt ég flakka svona af gömlum vana,.
- Dimma.
- Dökkleitu augun þín Dimma
- dreymandi horfi á þig,
- er stórhríðin gnýstadi grimma
- gólarðu lag fyrir mig.
- Á skottinu tignarleg týra,
- trúföst og engu lík.
- fallega haddan mín hýra
- hreinlega,Íslenska tík.
- Gangið hægt um gleðinnar dyr.
- Góða nótt í Guðs friði.
- Halli.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.