Færsluflokkur: Sjónvarp
23.8.2008 | 18:12
Hundadagar enda , Veislan í Kína. Gullið blasir við?
Frábært ,.Strákarnir okkar gera það ekki endasleppt í handboltanum á Ólympíuleikunum í Peking hafa unnið hvern leikkinn af öðrum ,og eru komnir í úrslit,Lögðu Spánverja í gær með glæsibrag,þar með eru silfurverðlaun í höfn.Stórleikur í fyrramálið á móti Frökkum sem eru þrusugóðir, en ég .hef þá trú á strákunum að þeir klári þetta, og komi heim með gullið. Áfram Ísland.
- Gaman er á góðri stund
- gleði öðrum veita
- vera saman létt í lund
- og lögum hugans beita.
- Huga beitum gefum gaum
- gull er veitt í orðum
- kunna orðsins daga draum
- ef dvölin fer úr skorðum.
- Göngum hægt um gleðinnar dyr.
- Í Guðs friði.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 23:24
Að loknu stórafmæli.
- Það er kominn 21 júlí ,tíminn flýgur. 'Eg var á sjötugasta aldursári í fyrradag,en nú er ég kominn á áttræðisaldurinn,örstutt síðan ég var tvítugur þetta er alveg dæmalaust. það er nú svo að ég trúi því varla sjálfur að ég sé orðin svona aldraður,raus. Þakka fjölskyldu minni fyrir gjafir og hlýhug á afmælisdegi mínum .Vinnuveitendum og vinnufélölum þakka ég einnig .
- Flögrar við gluggan fuglinn minn
- færir mér kveðju sína.
- Ljúfar þér færi fauskurinn,
- framtíðar spána mína.
- Góða nótt í Guðs friði.
- Halli.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 23:56
Um hækkun eldsneitis .
Dásemd var hylling sólarlagsins í kvöld. Friður á jörðu ,allavega hér á landi, þó svo að bensínverð rjúki upp úr öllu valdi, og geri mönnum gramt í geði, verður sennilega lítið um vígaferli og blóðsúthellingar, þó svo að verði sprengdar nokkrar púðurkerlingar og gefnir nokkrir smá pústrar verðum við að sætta okkur við bensínverð og olíu,sem er orðið himinhátt,. Mál að linni.
- Þó uppgjöf hérna þekkist ekki
- þana sést í fryðarblána
- Allt er kpomið hér í kekki
- kanski verðið far'að skána.
- Vonandi. þettað er orðin skandall.
- Góða nótt.
- Í Guðs friði
Halli.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2008 | 23:12
Sumardagurinn fyrsti. Alvara lífsins.
Gleðilegt sumar.Er okkar ástsæla og friðsæla borg að verða stórhættuleg. Dagurinn í gær keyrði um þverbak þegar lögregla lét til skarar skriða gegn vöru og fluttningabílstjórum, við bensín stöð Olís Norðlendingaholti. Hver var ástæðan til svo harka legra aðgerða? Voru bílstjórarnir með einhver mótmæli á þessum stað? Sumir voru inn á bensínstöðinni að fá sér í svanginn að mér skilst, aðrir að búast til farar af svæðinu
Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu þegar þetta var.Lögreglu lið mætt á svæðið .Til hvers? Var Var akstur vörubílstjóra deginum áður um Álftanes það sem fyllti mælirinn, ástæðan til þessa harmleiks sem þarna átti sér stað? Átök milli lögreglumanna og bílstjóra með fysjáanlegum afleyðingum áttu ekki að eiga sér stað .Við búum í lýðfrjálsu landi.Dagurinn í dag er búinn að taka sinn toll af uppþoti gærdagsins,þegar bílstjórar mættu á kirkjusand til að ná í bíla sína sem voru færðir þangað í gær,þá ræðst einn úr hópnum að lögregluþjóni og kýlir hann í andlitið og tekur hann síðan haustaki,svona framkoma er vítaverð og á ekki að eiga sér stað. Ja svona er Ísland í dag. Skruppum í Hveragerði eftir hádegi fengum dynjandi rigningu á heiðinni en þegar við komum á Kambabrún var komið besta veður. Fórum í fataverslun staðarins ,þar keypti ég mér ágætis skó fyrir lítinn pening. Þaðan fórum við ánægð en orðin æði kaffi þyrst, áttum við að fara í Eden ,nei það er svo fjandi dýrt sagði ég,er ekki selt kaffi í bakaríinu jú jú förum þangað. Svo er brunað í áttina að bakaríinu þá sjáum við skáta og slatta af öðru fólki fyrir utan skátaheimili staðarins þá kemur í ljós að skátarnir eru með sumardags kaffi og vöfflur til sölu,gott kaffi og yndælis vöfflur.Fórum þrengsla veginn til baka í bæinn..
- Þá er það vísa dagsins.
- Sumar dagsins dásemd er
- drottins gjöfin mesta.
- æskan unga birtu ber
- björgin okkar besta .
- Höf.ÞE.
- Góða nótt..
- Í guðs friði.
- Halli .
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 14:43
Vaðið á súðum.
Það er sama blessað veðrið,enda styttist í sumarið,efir frekar leiðinlegan vetur. Það verður vonandi gott vor svo maður tali nú ekki blessað sumarið.Vonandi verður það okkur gjöfult og bætir okkur upp gráan hverdagsleikann sem búin er að ríkja að mér liggur við að segja síðan um miðjan ágúst í fyrra. Búinn að vera frá vinnu í nærri heilan mánuð.Tók upp á þeim skolla að brjóta á mér vinstri úlnlið,losnaði við gifsið í morgun. verð frá vinnu til sjötta maí. Það gengur bara svona,eins og karlinn sagði.Engar markverðar fréttir, sama ástand í þjóðmálunum að mér skilst.
-
- Vísa dagsins.
- Hér er fryður reyndar ró
- rætist vel úr þessu
- karlinn geispar þegir þó
- Þvælist svo í messu
- Hér er gott að dvelja stutta stund
- stæra sig af verkum liðna dagsins.
- Eiga gleði ást og fagran fund
- færast að í birtu sólarlagsins.
- Göngum hægt um
- gleðinnar dyr.
- Í Guðs friði.
- Halli.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 22:47
Tilefni dagsins. 20tugasta.apríle.anno.2þúsundog8tta.
- Í tilefni morgundagsins 21og fyrsta APRÍL SEM ER AFMÆLISDAGUR,eins hér á myndunum, var ákveðiið að gera viðkomandi afmælisbarni smá dagamun,með því að fara saman út að borða, sem við og gerðum.--------Farið var á veitingastað einn hér í bænum og svo var sest við borð og grúskað í matseðlinum sem var rauður á litinn með svörtu letri,-------Það skal tekið fram að það var fremur lítil lýsing við borð viðkomandi gesta, en allt bjargaðist að lokum og menn gátu pantað það sem hver og einn vildi borða. Svo upphófst byðinn eftir matnum .Þrír Pöntuðu þetta, aðrir pöntuðu hitt,tekið skal fram að ekkert áfengi var pantað, aðeins Íslengst Gvendarbrunnarvatn:Svo kemur maturinn,þá kemur í ljós að lamba fyle er orðið að kótelettum,og kjúllinn að gamalli hænu. Sumsé bansett klúður.Það rættist reyndar úr þessu með lambasteikina, en kjúllinn var óbættur.Leiðinda vesen. Ég er grút fúll. Svona lagað á ekki að koma fyrir.
- Hún á afmæli í dag
- hún á afmæli í dag
- húnn á afmæli hún Dísa.
- Hún á afmæli í dag. Tuttugasta og fyrsta apríl
- ------------------------------------------------------
- Vísur líðandi stundar.
- Fáir eru hér á ferð
- fljótt nú líður stundin,
- árla morguns vakna verð
- viðsjál gerist lundin.
- Kominn er af langri leið
- lotinn ferðamaður,
- sem klifið hefur björgin breið
- og bröttu fjöllin glaður.
- Góða nótt í Guðs friði.
- Halli.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 21:34
Vor og sumar í nánd.Vonandi batnandi ástandi landsmála.
Það er komið vor. Tuttugasti april, sumardagurinn fyrsti á næsta fimmtudag.Vor indæla vor,hvað færir blessað vorið okkur hrjáðum og ráðviltum landslíð.vonandi betri tíð með blóm í haga,og batnandi ástandi ekki veitir af,eftir erviðan vetur.Krónan fallin,vöruverð hækkar,kaupsamningar er gerðir voru í vetur ornir að engu,til hvers var barist mér er spurn? Hvert stefnum við?Ekki bætir verð á eldsneiti úr ástandinu . Ég hef marga fjöruna sopið um mína daga,en aldrei annað eins og dynur yfir okkur nú. Vonandi er þetta svartsýnisrugl gamals manns. Öll él birta upp um síðir. vonandi verður eins með þessa orrahríð,sem á oss dynur þessa dagana.
Vísur Dagsins.
- Vorsins ilmur grasið grær
- gægjist blóm úr moldu,
- Himins bláminn tindrar tær
- töfrar lífs á foldu.
- Esjan skrýðist fanna feldi
- fölan bjarm;á hafið slær
- sólin björt í vanans veldi
- vorsins ilmur,ljúfur tær.
- Fellið ljúfan fögnuð vekur
- fagrar hlíðar lindin tær
- Allar burtu raunir rekur
- röðull himins,bjartur skær .
- Hattur Esju hélu grár
- og hlíðin fagra græna
- Fagur virðist blakta blár
- í blænum lækjarspræna
- Vorsins ilmur grasið grær
- gægist blóm úr moldu.
- Himins bláminn tindrar tær,
- töfrar lífs á foldu.
- Þessar stökur eru ortar í tilefni vorboðans ljúfa
- sem fer vonandi að koma til landsins,
- með sitt fagra dirr,en,dí.
- Öll þráum við blessað vorið og hinn dásamlega fuglaklið.
- Göngum á guðs vegum
- Halli.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 23:09
Að loknum Páskum.
Páskar voru snemma að þessu sinni, það er ekki von á páskum á þessum tíma fyrr en eftir miðja þessa öld .þetta er búið að vera ágætis hvíldar tími ,og mannfólkið í góðum gír eða þannig sko,. skírdagur bjart og gott veður, fórum í kirkju ferming og veisla á eftir sem var í alla staði frábær. Föstudagurinn langi sama blessaða blíðan , slappað af og haft það notalegt horft á sjónvarp og snæddur góður matur . Laugardagur, vakt frá kl hálf fjögur til miðnættis ,frekar lítið að gera, óvanalegt á þessum degi. páskadagur ,gott veður vorum heima og höfðum það gott,fjölskyldan kom saman og snæddi góða lambasteik ásamt meðlæti um kvöldið,páskaeggin voru á ferðinni að gömlum vana. og horft á sjónvarpið og leikið sér,. annar í páskum rólegheita dagur slappað af og haft það notalegt. Vorum með gesti frá Trinedad í mat. Gott hangilæri með grænum baunum og gulrótum, smakkaðist mjög vel. Dagurinn í dag morgunvagt mjög rólegt að gera. Erum að fara í mat til Sjano og Kobba , ekki má gleyma litla Jóhanni Ara.
Enginn friður þarf að fara.
-
- Rjómi þeyttur þykir mér
- þvílík losta fæða
- 'úr onum kemur kúasmér
- kann ekki' fleira ræða.
- Mysa í kaffi kynstur góð
- kálfar tölvur smíða,
- gott er að hafa snjó í glóð
- gala hrafnar víða.
- Góða nótt .
- Í guðs friði.
- Halli.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 15:06
Hugleiðingar um veðurfar og annað sem á dagana hefur dryfið.
Það er kominn sjötti mars og enn hamast veðraguðirnir með ofankomu ýmist í föstu formi, blautu.það er óhætt að segja að svona hafi hann látið með litlum hléum síðan um miðjan ágúst á síðasta ári.er mál að linni. það styttist í blessað vorið, með þíðu og sunnan blæ.Og blessaðir farfuglarnir koma til okkar eftir langan og frekar leiðinlegan vetur., þökk sé almættinu. Það hefur gengið á ýmsu á þessum vetri fleira en veðrið , borgarstjórnarskipti eina ferðina enn. Hvers eigum við Reykvíkingar að gjalda? Þetta brölt hlýtur að kosta nokkrar myllur'? Kjarasamningar eru í höfn,vonandi verða þeir samþykktir,þetta eru trúlega bestu kjarasmmningar sem gerðir hafa verið í langan tíma. Hættan er sú að verð á nauðsynjarvöru hækki. Olíu og bensínverð aldrei hærra. Vondur heimur eða kvað? Svo er það Erovison . Regína og Friðrik Ómar, fara til Serbíu fyrir Ísland ,Vonandi brillera þau þarna úti!
Svo Eru það vísur dagsins.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2008 | 23:25
Hugleiðingar við áramót, og fl.
- Það er orðið æði langt síðan ég bloggaði síðast . Blessuð jólin liðin,og árið 2007 liðið í aldanna skaut
- 2008 tekið við. Vonandi verður árið okkur hagsælt og
- landslíð til blessunar. það hefur verið heldur rysjótt
- tíðin,fór að rigna upp úr miðjum águst á síðasta sumri
- og óhætt að segja að hafi rignt meira og minna með smá hléum alveg fram undir jól,. Eða var ekki ausandi rigning og rok á gamlárskvöld ég man ekki betur? jæja nóg með veðurfar,vonandi kemur betri tíð með þorra og blessaður þorramaturinn er farinn að sjást í verslunum, en hann er dýr blessaður minn, Ég læt mig hafa það samt fæ mér lundabagga
- sviðasultu og annað súrt góðgæti,það held ég nú. Samningar lausir
- um áramót, stefnir trúlega í langt samningaþóf. Hvar er minn stjórnarflokkur, Samfylkinginn . Ætla ráðherrar hennar að hunsa
- óskir verkalýðs og þeirra sem minna meiga sín í okkar annars góða
- samfélagi, vonandi ekki. Ég skora á Ríkissjjórnina að koma til móts
- við óskir láglaunafólks í landinu, þá mun henni vel farnast.
- Læt þetta duga í dag.
- Vísukorn læt ég flakka svona af gömlum vana,.
- Dimma.
- Dökkleitu augun þín Dimma
- dreymandi horfi á þig,
- er stórhríðin gnýstadi grimma
- gólarðu lag fyrir mig.
- Á skottinu tignarleg týra,
- trúföst og engu lík.
- fallega haddan mín hýra
- hreinlega,Íslenska tík.
- Gangið hægt um gleðinnar dyr.
- Góða nótt í Guðs friði.
- Halli.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar