16.8.2007 | 00:08
Sumar fríið brátt á enda.
Fimmtándi águst ;bjartur og fagur,Parketið er komið á gólfið ,röskir og mjög duglegir strákarunnu verkið með sóma.koma á mánudaginn og ganga frá listum og öðru smálegu sem eftir er þetta hefur gengið eins og í sögu hjá þeim. Svanur hringdi í kvöld frá Trinedad og lætur mjög vel af, en finnst full heitt.Það er orðið drullu kalt hérna áklakanum í norðan strekkings vindi.Gæti svo sem farið að koma næturfrost hvað úr hverju,en maður vonar að það verði sama blessuð blíðan áfram. Ég er búinn að fara með allt gamla ruslið sem ég reif af stofunni og eldhúsi og holi í ruslagám. Svo er bara að slappa af fram á laugardag þá er maður búin með sumar frýið,hefst þá pomp og prakt þar til næsta Sumarfrí hefst.Jæja að mér sækir syfja og leti best að halla sér í fletið, líta í bók af gömlum vana, líta yfir síður nokkrar þar til ljós á lampa slokknar.Loka bók með sárum trega sögu las ég yndislega. En svona er það kæri vinur,gerist gamall lúinn raftur fer að sofa uns ég vakna aftur.
þetta var nú smá 'útúrdúr frá upphaflega efninu sem kemur sennilega ekki á spjöld bloggsins fyrr en á morgun í fyrsta lagi.
Jæja nóg með það verð að láta eina góða fljóta með svona í lokin
Göngum hægt um gleðinnar dyr .
Og pössum okkur á myrkrinu .
Góða nótt í Guðs friði.
Halli.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 21:41
Síðla kvölds ellefta ágúst.
Litla kaffistofan. Jón Bragi á afmæli í dag..
Í dag er ellefti ágúst bjartur og fagur,brugðum okkur austur í Litlu kaffistofu og fengum okkur kaffi og meðlæti.Ekkert heyrist frá Dolla ennþá,búinn að vera úti í löndun hátt í hálfan mánuð, vonandi lætur hann heyra frá sér á morgun. orðin leiður á þessu drolli í þér Dolli,parketið bíður frammi´á gangi eftir því að komast í gagnið. Jæja nóg með það,ég leit í blöðin í morgun, fátt um fréttir markverðar nema helst um svo kallaðra hin segin daga samkynhneigðra,uppfull blöðin af myndum og viðtölum.Enn heldur krónan áfram að falla oghlutabréf,kannski kominn tími á að taka upp aðra mynt?Núna þegar klukkan er rétt byrjuð að halli í tíunda tíman á þessu annars fagra ágúst kvöldi, er glampandi sól og besta veður, Er að hugsa um að bregða mér eitthvað út.,taka myndir eða eitthvað svoddan nokk.
Ljóð dagsins.
- Dósin.
- Hún var svo döpur dósin
- sem drukkin var í gær,
- hún sá ei lengur ljósin
- leiftrandi og skær.
- Húka í myrkri mátti
- mörkuð dauðans klóm,
- lífsvon enga átti
- af því hún var tóm.
- Hún gæti vímu valdið
- væri hún ennþá full,
- áfengt innihaldið
- Egils sterka gull.
- En burt fór allur andinn
- af er flipinn sprakk,
- og nú er fullur fjandinn
- sem framtíð hennar drakk.
- Höfundur,.Björn G Guðjónsson.
- Góða nótt í guðs friði.
- Halli.
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 00:09
Bottninn austur á Borgafirði og aðrir Ferðaþankar.
Í dag er sjöundi águst gott veður.
Náði í parketið í dag , það var
bansett púl að koma því upp
í lyftunni þurfti að fara margar
ferðir, En upp hafðist það að lokum, vona svo að Dolli drengur fari að láta í sér heira. Svanur hafði samband í kvöld og lætur vel af ,fóru út að versla í dag. Við fórum í góðan sunnudags bíltúr með Markúsi og Heiðdísi Hörpu. Þær mæð-gur,Sigga og Kristín Aldís komu ekki með,sem okkur þótti mjög leiðinlegt, því ferðalagið var í alla staði mjög ánægjulegt .Fórum að Strandakirkju og skoðuðum okkur um á svæðinu tókum myndir .fengum okkur í svanginn í Tbæ ,ljómandi góður staður það.Dolli litli hvutti var með í för ekki má gleyma honum, kurteis og alveg afbragðs ferðafélagi,skældi smávegis svona aðallega þegar bíllinn hossaðist, sem var ekki nema von þvi hann sá ekkert út greyið litla.um kvöldið komum við í Bláalónið og fengum okkur kvöldmat,sem bragðaðist alveg ljómandi vel. fórum þaðan beint í bæinn og heim. Góður og í alla staði indæll dagur að kveldi kominn.Þakka ferðafélögum,Dísu,Krúsa ,Heiðdísi Hörpu,Og Dolla litla ,góðan og ánægjuríkan dag.
Þetta dugar
að sinni . læt svo vísu og kveðjudagsins fljóta með svona í lokinn.
- Æskunnar ár,
- indælu ár,
- er húmið var ljóst og létt.
- Sálinvar hrein og hvít sem lín
- og hungri ei takmörk sett.
- Ég gekk ´´a með lífið
- í lúkunum,
- sjáandi sípíndur var.
- Þjáningafulla vitlausa veröld
- á veikum herðum ég bar.
- Þítt úr Sænsku.
- Þórarinn frá Steintúni.
- Góða nótt í Guðs friði.
- Halli.
3.8.2007 | 00:02
Fagra Veröld ,kvöld í Reykjavík.
Í dag er annar águst mjög fagurt út að líta núna þegar klukkan er langt genginn í ellefu að kvöldi . Blessuð sólin gyllir bæði himin og fjalla hringi Esju Skarðsheiði Akrafjall og sjálfan jökulinn á Snæfelli ,fögur sjón: 'Eg er alveg heillaður.Þeir frændur Svanur og Jón Bragi fóru í dag til Bandaríkjanna og svo þaðan til Trinedad,þar ætla þeir að vera í hálfan annan mánuð hjá Jakob og Sjanu má ekki gleyma litla Jóhanni Ara,sem fagnar þeim frændum sínum ásamt kvuttanum ,ég man ekki hvað hann heitir enda skiptir það svo sem engu máli.Vonandi skemmta þeir sér vel og hafa það örugglega mjög gott.-----------------------.Það eru meiri fréttirnar sem dynja yfir landann svo til á hverjum degi , líkams árásir og morð.algóður Guð styrki aðstandendur þeirra fórnarlamba sem lenda í slíku.----------------------------Við Dísa skruppum í kvöldbíltúr ,fórum austur að Litlu kaffistofunni og Hafra vatns leið og um Mosfellsbæ til baka heim.
- Læt þetta duga af bulli og rausi í dag. Læt ljóð dagsins fljóta með svona af gömlum vana.
- Ljóð Dagsins.
- Draumalönd :,Höf.Björn G Guðnason
- Góður svefn er hvíld frá hvunndagsþrautum
- hvað er betra en flakk um draumalönd,
- þreitt og sljó um vanda títt við tautum
- tilveran er stundum upp á rönd.
- þá er gott að detta í dyngju mjúka
- draga upp að höku fiðursæng,
- burt frá öllu dagsins streði strjúka
- og stökkva upp á draumsins breiða væng.
- Hann oss ber til bjartra vonarstranda
- breytir gráum heimi í paradís
- þeytist um til þúsund draumalanda
- þar til dagsins brún úr hafi rís.
- Ljúfar stundir nætur margir muna
- mörg er hugans perla þangað sótt
- því finnst úfnum heila best að bruna
- beint í draumsins faðm er kemur nótt.
- Ég þakka Birni vini mínum fyrir hanns
- fallegu og mannbætandi ljóð!
- Göngum öll götuna til góðs.
- Góða nótt í Guðs friði
- Halli.
26.7.2007 | 21:44
Að mörgu er að hyggja, er ekki að byggja,.Afmæli og ferðalag.
Í dag er tuttugasti og sjötti júlí sama blessuð blíðan búin að vera síðan ég kíkti hér við síðast.Við erum búinn að fara í þó nokkra bíltúra.Núna um síðustu helgi fórum við
í Skálholt og skoðuðum staðin okkur til mikillar gleði,
með okkur í för voru Markús og Sigga dætur þeirra
Kristín Aldís og Heiðdís Harpa. Svanur var okkar bílstjóri,
við áttum að ég held mjög ánægjuríkan dag.Komum við
í Sólheimum og fengum okkur í svanginn, og skoðuðum staðinn,tókum myndir og nutum veðurbliðunar.
Svo um kvöldið bauð ég ölum í mat á Selfossi, á
veitingastaðnum fljótinu,þar snæddum við alveg skínandi góðan mat,allir ánægðir að ég held með daginn.
Ég átti afmæli núna um daginn eða réttara sagt þann tuttugasta þessa mánaðar, ekkert merkis afmæli,
en það var heldur betur látið með kallinn,gjafabréf frá
vinnufélögum, og ekki nóg með það þá bauð fjölskylda mín mér út að borða um kvöldið, fínn matur og gjafabréf
upp á fleiri þúsundir, ég var í sjöunda himni og alveg
undrandi og ánægður með daginn að öllu leiti.
Við erum búin að kaupa parket á stofuna og eldhús plús
hol,verður byrjað á mánudaginn að taka það gamla af gólfunum. Vona að það taki ekki of langan tíma.
Jón Bragi bauð okkur í afmælisveislu í dag sem við þáðum með þökkum, góðar veitingar, og góður andi, kærar þakkir Jón Bragi. Erla og Siggi kærar þakkir.
- Ljóð dagsins,
- Til himna berast Drottni döpur köll
- er dymmur óttinn bænir manna vekur,
- glaðlegt tal og hávær hlátra sköll
- hljóðna þegar einsemd völdin tekur,
- gagnslaust er að búa í hárri höll
- ef hreysi sálar tætt og gisið lekur,
- fyrir björgin hverfur auðlegð öll
- einatt þegar fólk í nauðir rekur´,
- því er gott að hafa í hugann greypt
- að hamingjuna fá menn ekki keypt.
- Höfundur þessa fallega ljóðs .
- Björn G Guðjónsson.
- Þökk sé þér!
- Göngum hægt um gleðinnar dyr.
- Góða nótt í Guðs friði.
- Halli.
14.7.2007 | 20:39
Í annríki liðandi daga. Og annað raus.
Í dag er fjórtándi júlí,fagurt út að líta, veðrið er svipað
eins og það er búið að vera að undanförnu, aðeins meiri skýá himni.Ég er heima,með einhverja magakveisu
annars á ég að vera í vinnunni, fer sennilega ekki til vinnu á morgun.Kominn í sumar frí á mánudag.
- Dísa er búin að vera slöpp í gær og í dag sem er trúlega vegna verkjalyfja sem henni var ráðlagt að taka eftir aðgerðina. Það er læknir kjá henni núna
- og heldur að slappleikinn stafi af blóðleisi, þarf að fara í blóðmælingu til Guðmundar ,eftir helgi.
- Fór í apótekið í Smáranum eftir lyfjum sem læknirinn skaffaði
- henni við ógleðinni .Verslaði það sem vantaði í leiðinni heim.
- Við Svanur ætlum að snæða kjúlla í kvöld.kannski Dísa fái sér smá bita með okkur,annars elda ég handa henni hafragraut,og gef henni lifrarpylsu með.
- Spánarfararnir eru komnir heim og eru mjög ánægð með ferðina Kristín Aldís er sennilega búinn að fá páfagaukinn og er alsæl. Heiðdís Harpa ,tapaði tönn á Spáni,hún er algjört krútt svona tannlaus þessi elska.Markús og Svanur fóru í bíó núna kl átta veit ekki hvaða mynd þeir fara að sjá.Við Svanur horfum svo seinna í kvöld á fótboltaleik.Horfði á fréttirnar í sjónvarpinu ,það var ósköp lítið markvert í fréttunum.
- Einhver mótmæli við lögreglustöðina, trúðar og einhverjir aðrir rugludallar,
- Myndirnar eru frá Bakkafirði, flottar myndir,.
Vísur dagsins.
Brotna öldur böls við klett
brimið skall á flúðir,
ljóðin saman setja rétt
bagga sveinar prúðir.
Út í móa grösin gróa
gengur lóa bráðum þar
sá ég stelk og vælu kjóa
spóa líka, rjúpu par
Hugaður að heiman fer
hyggst á veiðar glaður,
pokaskjatta á baki ber
bogin sveitamaður.
Góða nótt, í Guðs friði.
Halli
10.7.2007 | 00:13
Einn góðviðrisdagurinn,Sólarsamba.
- Níundi júní bongo blíða og bæirnir
- um kring.Blessað góðviðrið heldur áfram dag eftir dag.Lífið heldur áfram sinn vana gang.Vinna aftur vinna og smá pásur á milli,styttist í sumarfríið hjá mér,fjórar kvöldvaktir svo kominn í frí ,það er ágætt að fá smá frí frá puðinu,Dísa er óðum að hressast eftir aðgerðina. Við Svanur erum búnir að horfa á fjöldann a
- llan af fótboltaleikjum í Suður Ameríska boltanum.Spánarfararnir koma heim á fimmtudag, sólbrún og sælleg ,ætli Heiðdís sproki ekki bara orðið á spænsku.það verður gaman þegar þau koma heim,Kristín Aldís er sjálfsagt orðin spennt, Páfagaukurinn
- bíður eftir nýjum eiganda.Hesturinn á myndinni er afbrygði af sebrahesti Þýskur að ég held. Jakob velkominn sem minn
- bloggvinur.
Ljóð dagsins.
Lending Höfundur, Björn G Guðjónsson.
- Í brimróti útsynnings bátur minn hrekst,
- blindskerin hættunum leyna,
- á háreystum öldunum hendist og skekst
- holskeflur byrðinginn reyna,
- ráða mun lukka hvort lendingin tekst
- í ládauðan vog milli hleina.
- Hræddur og máttvana hef ég upp raust
- og Herra minn ákalla í bænum´,
- lúinn á volkinu legg ég mitt traust
- á leið hans frá öldunum grænum,
- svo kjölskakkur bátur minn komist í naust
- úr kraumandi ólgusænum.
Góða nótt í Guðs friði.
Halli.
4.7.2007 | 21:01
Einn góðviðris dagurinn enn.
- vel.Fær sennilega að koma heim á morgun..
- Ég er búinn að kaupa nýjan prentara sem er mikið fullkomnari en sá gamli.Prentar út myndir á pappír
- og disk, ljómandi góður gripur.
- Það er allt gott að frétta af Spánar förunum, spóka
- sig í sól og yfir þrjátiu stiga hita, manni þykir nógu
- heitt hér á gamla Fróni.
- Fór suður í garð og vætti blómin á leiðunum.
- Við Svanur ætlum að horfa á fótbolta leiki í kvöld.
- Förum í heimsókn til Dísu núna á eftir.
- Eitt núll fyrir Skagamenn í hálfleik móti Keflavík. Fylkir-- Kr, núll-núll.Valur fjögur eitt móti H K .Leik rétt ólokið.
- Vísa dagsins.
- Sól sól blíð
- sjá ljós bjart,
- grjót götu hart
- grös iðgræn fríð.
- Seðja sig hér
- sáralétt er.
- Góða nótt í Guðs friði.
- Halli.
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.7.2007 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 23:58
Kíkt á skjáinn.
Það eru að koma mánaðarmót,tuttugasti og níundi júní í dag
tíminn flýgur áfram , það er sama blessuð bongóblíðan
dag eftir dag,.Markús og Sigga ásamt dætrum flogin til
Spánar , og verða þar í hálfan mánuð,vonandi skemmta þau sér vel.Rósa Þórunn kom í heimsókn í dag.
ætlar heim til Norge á miðvikudaginn næsta.
Ég held að hitinn hafi farið í tuttugu stigin í dag þegar heitast var. Verð í frýi fram á mánudag.
- Látum svosem eina létta fljóta með svona af gömlum vana.
- Drengurinn er dæmalaus
- dregur stannslaust ýsur
- líka er með röfl og raus
- og rætnar kveður vísur.
- Vanda skal í kýrnar vín
- vodka flestar drekka.
- pilsum klæðast keldusvín
- kettir smíða rekka.
- Góða nótt í Guðs friði.
- Halli.
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.7.2007 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 00:10
Afmælisdagur ,Kristinar Aldísar
Átjándi Júní, Kristín Aldís á afmæli í dag.
- Árin eru undra fljót að líða,litla afastelpan mín er orðin
- fimmtán ára, Til hamuingju með daginn elskan mín.
- Von mín og ósk er sú að þú eigir bjarta og gæfuríka
- framtíð. Þess óskar þinn bulluafi.
- Morgun í Júní
- Vorið brumið vekur þekur
- völl og haga ljósum rósum.
- leiðar fram í glæjan æginn.
- Ilm af heiðum burknabreiðum,
- blágresi og reyrnum þeyrinn,
- andar rótt og æskuþróttug
- iljar fræ og blessar daginn.
- Höfundur,.Þ Magnússon, frá Steintúni.
- Í guðs friði,. Góða nótt
- Halli.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar